09.10.2007
Nú langar okkur að setja fleiri myndir inn á síðuna. Þess vegna viljum við bjóða þeim sem hafa áhuga á, að taka myndir og senda okkur. Við munum svo setja þær hérna inn á síðuna.Myndefnið verður að vera tengt heimavistinni, hvort sem það er lífið á vistinni, hlutir eða eitthvað annað sem ykkur dettur í hug.Skemmtilegt væri ef þið skírðuð myndirnar og svo má ekki gleyma að setja nafn ljósmyndarans með. Sendið myndirnar á t.bjornsd@gmail.comEinnig langar okkur að minna vistarbúa á glæsilega sjónvarpsherbergið sem er niðri, á milli mötuneytis og þvottahús (eins og þið séuð að fara inn í geymslu, en beygjið fyrstu dyr til vinstri). Þar er hægt að horfa á hinar ýmsu stöðvar, t.d. rúv, stöð2, sirkus, skjá1, sýn og sýn2.Þar eru einnig DVDspilari og video sem íbúum er velkomið að nota. Fjarstýringurnar af tækjunum eru í andyrinu og það er ekkert mál að biðja vaktmann um þær. :)En endilega verið dugleg að taka myndir og senda okkur ;)Heimavistarráð
29.09.2007
Nú hefur nýtt heimavistarráð tekið til starfa fyrir veturinn 2007-2008.Það skipa:Forseti: Steingrímur Páll Þórðarson Varaforseti: Steinunn Karlsdóttir Aðalritari: Jóhanna Stefánsdóttir Vefstjóri: Ómar Eyjólfsson Fjölmiðlafulltrúi: Tinna Rut Björnsdóttir Fjármálafulltrúi: Hrafnhildur Marta Guðmundsdóttir Andlegur leiðtogi :) : Hjálmar Björn GuðmundssonVið munum koma með frekari upplýsingar fljótlega eftir helgi, bæði um okkur og því helsta sem við viljum gera á þessu skólaári.Heimavistarráð
29.09.2007
Núna er skólahárið hafið hjá VMA og styttist í að MA byrji og þess vegna er fólk komið á vistina , Hótel Edda er farin og þessvegna er allt að komast í eðlilegar skorður . Netið er komið og hægt er að sækja um það hjá Sigmundi Húsbónda. Svo vil ég benda á að umsókn um mötuneytið er að finna hér við viljum benda fólki á að sækja um sem fyrst.
18.06.2007
Þá hefur Menntaskólanum verið slitið og þá er okkar verki formlega lokið. Við í heimavistarráði viljum þakka öllum fyrir samstarfið í vetur, þá sérstaklega Simma, Gunnu og Garðari. Núna eru 4 úr heimavistarráði að kveðja vistina með því að útskrifast, það eru Ernir, Anna Harðar, Anna Andrés og Magni. Það þýðir að á komandi vetri verður nýtt blóð að koma í heimavistarráð og hressa aðeins upp í liðinu. Vonumst við sem erum að kveðja eftir því að eftirmenn okkar verði engu síðri en við. Við kveðjum heimavistina með miklum söknuði, þetta hefur verið ómetanlegur tími.Fyrir hönd heimavistarráðs veturinn 2006-2007Ernir Freyr Gunnlaugsson
01.05.2007
Grillveislan tókst mjög vel og margir létu sjá sig. Ernir var sem óður á myndavélinni og tók fullt af myndum sem hægt er að skoða í myndaalbúmi eða með því að smella hér.Viljum við í framhaldi af þessu óska VMA-ingum góðs gengis í prófunum sem hefjast þann 7.maí og minnum á að próftíðareglur taka gildi tveimur dögum áður. ATH! Það er komin inn ný verðskrá fyrir haustönn 2007 í mötuneyti.
26.11.2007
Líkt og undanfarin ár verður veglegt jólahlaðborð haldið fyrir heimavistarbúa. Að þessu sinni verður veislan þann 6. desember næstkomandi. Skemmtiatriðin munu stytta gestum og gangandi stundir og verða verðlaun veitt fyrir skreytingakeppnina. Framandi en jafnframt þjóðlegir réttir verða á boðstólnum. Aðeins prúðbúnum vistarbúum veittur aðgangur. Ástarkveðja, Heimavistar- og mötuneytisráð
26.11.2007
Jólahlaðborð heimavistar Líkt og undanfarin ár verður veglegt jólahlaðborð haldið fyrir heimavistarbúa. Að þessu sinni verður veislan þann 6. desember næstkomandi. Skemmtiatriðin munu stytta gestum og gangandi stundir og verða verðlaun veitt fyrir skreytingakeppnina. Framandi en jafnframt þjóðlegir réttir verða á boðstólnum. Aðeins prúðbúnum vistarbúum veittur aðgangur. Ástarkveðja, Heimavistar- og mötuneytisráð
19.11.2007
Heimavistarráð vill þakka fyrir góða mætingu á kvöldvökuna í síðustu viku. Það var frábær stemningog við hefðum að sjálfsögðu ekki getað þetta nema með ykkar hjálp! Það eru komnar frábærar myndir frá góða ljósmyndaranum okkar henni Jóhönnu :)Hvetjum alla til að skoða það undir Lífið á vistinni!-Heimavistarráð ;)
29.09.2007
Nú hefur nýtt heimavistarráð tekið til starfa fyrir veturinn 2007-2008.Það skipa:Forseti: Steingrímur Páll ÞórðarsonVaraforseti: Steinunn KarlsdóttirAðalritari: Jóhanna StefánsdóttirVefstjóri: Ómar EyjólfssonFjölmiðlafulltrúi: Tinna Rut BjörnsdóttirFjármálafulltrúi: Hrafnhildur Marta GuðmundsdóttirAndlegur leiðtogi :) : Hjálmar Björn GuðmundssonVið munum koma með frekari upplýsingar fljótlega eftir helgi, bæði um okkur og því helsta sem við viljum gera á þessu skólaári.Heimavistarráð
20.04.2007
Heimasíðan var opnuð á sumardaginn fyrsta og hefur aðsókn á síðuna verið mjög góð síðan þá. Kaffið tókst ljómandi vel og létu einhverjir gestir sjá sig. Örfáar myndir eru komnar í myndasafnið og svo bendum við á myndir frá Sverri Páli sem má sjá hér.Heimavistarráð