20.04.2023
Gleðilegt sumar og kærar þakkir fyrir veturinn :)
20.03.2023
Páskabingó Heimavistarráðs verður á miðvikudaginn, 22. mars. 🐤🐣🐥 Gleði og gaman á setustofunni og veglegir vinningar. Allir íbúar hjartanlega velkomnir!
07.03.2023
Senn líður að páskafríi íbúa en í báðum skólunum MA og VMA er síðasti kennsludagur fyrir páska föstudagurinn 31. mars. Heimavistin verður lokuð frá kl. 12 á hádegi laugardaginn 1. apríl.
27.02.2023
Ársfundur Lundar 2022 verður mánudaginn 6. mars n.k. kl. 12 í setustofu heimavistar.
Dagskrá ársfundar:
1. Ársreikningur Lundar skólaárið 2021/2022 til kynningar.
2. Skýrsla stjórnar um starfsemi Lundar skólaárið 2021/2022.
3. Önnur mál.
Ársfundur Lundar er opinn þeim sem aðild eiga að Heimavist MA og VMA, s.s. íbúum Lundar, foreldrum og forráðamönnum íbúanna, kennurum og starfsmönnum framhaldsskólana á Akureyri auk þeirra starfsmanna sem starfa í húsakynnum Lundar.