26.09.2023
Fjölmargir íbúar hafa sýnt áhuga á að starfa í Heimavistarráði í vetur sem er virkilega ánægjulegt. Af því tilefni boðum við alla íbúa Heimavistar að ganga til kosninga miðvikudagskvöldið 27. september frá kl. 20-21. Kosningin fer fram í setustofunni þar sem kjörseðlar verða á staðnum og hvetjum við íbúa til að taka þátt og velja fulltrúa til setu í Heimavistarráðinu. Heimavistarráð er hagsmunaráð íbúa og er skipað sjö heimavistarbúum, þremur fulltrúum úr röðum MA og þremur úr röðum VMA. Sjöundi fulltrúinn er sá sem fær flest atkvæði í kosningu án tillits til skóla.
15.09.2023
Framboð til Heimavistarráðs 2023-2024
Íbúar geta nú boðið sig fram til setu í heimavistarráði en heimavistarráð er hagsmunaráð íbúa og stendur fyrir ýmsum viðburðum og uppákomum fyrir íbúa yfir skólaárið. Hvetjum alla áhugasama til að að taka þátt og missa ekki af þessu tækifæri 🙂
15.09.2023
Á næstu dögum verður rýmiæfing á heimavistinni í samtarfi við starfsmenn frá Eldvarnaeftirliti Slökkviliðs Akureyrar.
Við höldum rýmiæfingu reglulega til að vera eins vel undirbúin og hægt er ef til þess kemur að rýma þurfi húsnæðið vegna raunverulegs bruna.
Hvetjum alla íbúa að taka þátt!
31.08.2023
Frá Menntasjóði námsmanna: Opnað verður fyrir umsóknir um jöfnunarstyrk 1. september.
Nemendur sækja um á Mitt LAN með rafrænum skilríkjum. Þeir nemendur sem ætla að stunda nám á bæði haustönn og vorönn , eru hvattir til að sækja um báðar annir í einu.
Jöfnunarstyrkur skiptist í dvalarstyrk og akstursstyrk:
Akstursstyrkur er ætlaður þeim nemendum sem keyra daglega í skólann frá lögheimili sínu. Lögheimili má þó ekki vera í nágrenni skóla, sjá töflu um skilgreiningar á nágrenni skóla á heimasíðu sjóðsins. Akstursstyrkur er einnig fyrir þá nemendur sem búa ekki í foreldrahúsum en geta ekki sýnt fram á leigugreiðslur.
Dvalarstyrkur er fyrir þá nemendur sem flytja a.m.k. 30km frá lögheimili sínu og fjölskyldu til þess að geta stundað nám sitt, það er, þeir nemendur sem eru á heimavist og/eða greiða leigu.
Nemendur verða að hafa gild tengsl við lögheimili en gild tengsl eru:
Lögheimili er hið sama og foreldra/forráðamanns
Sama lögheimili og maki (eða sambýlingur skv. skráðri sambúð í þjóðskrá)
Sama lögheimili og barn/börn (senda kt. 1-2 yngstu barna)
Eigandi að lögheimilishúsnæði –senda fasteignamatsvottorð
Leigir lögheimilishúsnæði – senda þinglýstan leigusamning
Nemendur verða að taka próf í 20 einingum.
29.08.2023
Aðra vikuna er skoðað á gömlu vist, og þá næstu á nýju vist. Íbúar skulu vera búnir að þrífa herbergin sín fyrir þann dag sem skoðunin fer fram.
Fyrirkomulagið er svona sett upp:
Aðra vikuna:
• Mánudagur - 1. hæð nýja vist.
• Þriðjudagur - 2. hæð nýja vist.
• Miðvikudagur - 3. hæð nýja vist.
• Fimmtudagur - 4. hæð nýja vist.
• Föstudagur - 5. Og 6. hæð nýja vist.
Hina vikuna:
• Mánudagur - Baldursheimur, Sökkvabekkur, Fensalir.
• Þriðjudagur - Miðgarður, Jötunheimar.
• Miðvikudagur - Loftsalir, Ásgarður.
• Fimmtudagur - Álfheimar, Útgarður.
25.08.2023
Allir gangafundir verða á hverjum gangi / hæð fyrir sig á Nýju vist:
Allir íbúar á 1. hæð kl. 16:30
Allir íbúar á 2. hæð kl. 16:45
Allir íbúar á 3. hæð kl. 17:00
Allir íbúar á 4. hæð kl. 17:15
Allir íbúar á 5. og 6. hæð kl. 17:30
Allir íbúar á Gömlu vist koma saman á Setustofunni.
Nýjir íbúar á Gömlu vist kl. 17:45
Eldri íbúar á gömlu vist kl.18:15
Skyldumæting og nafnakall
Hlökkum til að funda með ykkur 😊
Starfsfólk Heimavistar MA og VMA
25.08.2023
Þeir íbúar á nýju vist sem vilja fá litla hjólaskápa til að hafa undir smádót á baðherberginu þufa að skrá sig í afgreiðslu.
Skáparnir verða settir fyrir framan herbergin í næstu viku.
17.08.2023
Móttaka íbúa Menntaskólans á Akureyri er sunnudaginn 20. ágúst frá klukkan 13:00 til 20:00 og mánudaginn 21. ágúst frá klukkan 08:30 til 18:00. Skólasetning MA er mánudaginn 21. ágúst.
Hlökkum til að sjá ykkur
15.08.2023
Móttaka íbúa Verkmenntaskólans á Akureyri er miðvikudaginn 16. ágúst frá klukkan 13:00 til 20:00 og fimmtudaginn 17. ágúst frá klukkan 08:30 til 18:00. Kennsla hefst í VMA samkvæmt stundaskrá föstudaginn 18. ágúst.
Hlökkum til að sjá ykkur 😊
09.08.2023
Minnum verðandi íbúa á að skrá sig í mötuneytið og er það gert hér á heimasíðunni https://www.heimavist.is/motuneyti/umsokn-um-motuneyti
Athugið að allir íbúar þurfa að vera skráðir í mötuneytið en hægt er að velja fæðisflokka o.s.frv.