Herbergjaskoðanir á vormisseri hefjast eftir helgi.

Íbúar eru minntir á herbergjaskoðun deginum áður með auglýsingu á ganginum. Minnum íbúa á að eftirlit með þrifum á herbergjum er hluti af reglum á stóra heimilinu. Á hverjum gangi er búið að setja inn í s.k. skol; ryksugu, moppu o.s.frv. Munið að spritta fyrir og eftir notkun með sóttvarnarspritti og þurrkum sem eru einnig til staðar. Gangi ykkur vel

Mötuneytið - breyting á áskrift á vormisseri.

Bendum á að þeir íbúar sem vilja breyta áskriftinni í mötuneytinu þurfa að senda inn nýja umsókn. Umsóknareyðublað er hér á heimasíðu Heimavistar MA og VMA - https://www.heimavist.is/motuneyti/umsokn-um-motuneyti

Gleðilegt nýtt ár

Um leið og við óskum ykkur gleðilegs árs þá minnum við á að heimavistin opnar á nýju ári laugardaginn 8. janúar kl. 12. Hlökkum til að sjá ykkur

Gleðilega hátíð

Starfsfólk heimavistar óskar íbúum og fjölskyldum þeirra gleðilegrar hátíðar. Heimavistin verður opnuð eftir jólafrí miðvikudaginn 4. janúar kl. 12.

Heimavistin lokuð um jól og áramót

Heimavistinni verður lokað miðvikudaginn 21. desember kl. 12. Opnum aftur eftir áramót miðvikudaginn 4 . janúar kl. 12.

Bleikur dagur föstudaginn 14. október

Kosning til Heimavistarráðs skólaárið 2022-2023

Framboð til Heimavistarráðs

Rýmiæfing/brunaæfing!

Á næstu dögum verður rýmiæfing á heimavistinni í samtarfi við starfsmenn frá Eldvarnaeftirliti Slökkviliðs Akureyrar. Við höldum rýmiæfingu reglulega til að vera eins vel undirbúin og hægt er ef til þess kemur að rýma þurfi húsnæðið vegna raunverulegs bruna. Hvetjum alla íbúa að taka þátt þegar kerfið fer í gang!

Ungmennahúsið í boði fyrir íbúa

Ungmennahúsið sem er staðsett í næsta nágrenni við heimavistina hefur störf 13. september n.k. og verður opið á þriðjudögum og fimmtudögum í vetur frá kl. 14.00-22.00. Í boði er alls konar afþreying í góðri aðstöðu sem er ókeypis fyrir alla. Staðsett á efstu hæð í Rósenborg, Skólastíg 2.