20.04.2022
Kærar þakkir fyrir veturinn og gleðilegt sumar
28.03.2022
Senn líður að páskafríi íbúa en báðir framhaldsskólarnir MA og VMA eru með síðasta kennsludag fyrir páska föstudaginn 8. apríl. Heimavistin verður því lokuð frá kl. 12 á hádegi laugardaginn 9. apríl.
Kennsla hefst í báðum skólum þriðjudaginn 19. apríl og verður
heimavistin opnuð eftir páskafrí mánudaginn 18. apríl kl. 12.
22.03.2022
Höfum opnað fyrir umsóknir næsta skólaár 2022-2023. Umsóknarfrestur er til 10. júní. Sótt er um hér á heimasíðunni.
15.03.2022
Spilakvöld verður fyrir íbúa miðvikudaginn 16. mars frá kl. 19-22 í setustofunni. Boðið verður upp á snakk og gos. Hlökkum til að sjá ykkur !
11.03.2022
Í dag frumsýnir leikfélag MA söngleikinn Heathers í Hofi. Um 60 nemendur koma að sýningunni.
Næstu sýningar verða 12 og 13. mars og svo 17. og 18. mars. Miðasala er á mak.is
02.03.2022
Leikfélag VMA frumsýnir laugardaginn 5. mars kl. 15 leikverkið Lísu í Undralandi. Fjölmargir nemendur taka þátt í uppsetningunni og er leikstjóri Sindri Swan.
Miðasala er í fullum gangi en fjórar sýningar verða í boði. Nánari upplýsingar eru á heimasíðu VMA.
15.02.2022
Morfís lið MA er á sigurbraut í MORFÍs, Mælsku- og rökræðukeppni framhaldsskólanna en þar eigum við fulltrúa af heimavistinni. Liðið hafði betur gegn FG, Fjölbrautaskólanum í Garðabæ í 16-liða úrslitum.
15.02.2022
Ársfundur Lundar 2021 verður miðvikudaginn 23. febrúar n.k. kl. 16 í setustofu heimavistar.
Dagskrá ársfundar:
1. Ársreikningur Lundar skólaárið 2020/2021 til kynningar.
2. Skýrsla stjórnar um starfsemi Lundar skólaárið 2020/2021.
3. Önnur mál.
Ársfundur Lundar er opinn þeim sem aðild eiga að Heimavist MA og VMA, s.s. íbúum Lundar, foreldrum og forráðamönnum íbúanna, kennurum og starfsmönnum framhaldsskólana á Akureyri auk þeirra starfsmanna sem starfa í húsakynnum Lundar.
01.02.2022
Þar átti Heimavistin marga flotta fulltrúa og þar á meðal voru tveir þeirra í úrslitum, annars vegar sigurvegari kvöldsins og þriðja sætið.
Óskum við þeim öllum innilega til hamingju !
20.01.2022
Jöfnunarstyrkur (áður dreifbýlisstyrkur) er námsstyrkur fyrir nemendur sem stunda nám á framhaldsskólastigi fjarri lögheimili og fjölskyldu.
Frekari upplýsingar og umsóknir á heimasíðu Menntasjóðs- https://menntasjodur.is/