17.08.2019
Húsaleigusamningar MA íbúa fóru í póst í gær og ættu því að berast íbúum eftir helgina. Reynt var að verða við óskum íbúa um herbergi eins og hægt var.
17.08.2019
Heimavistin verður opin fyrir innritun sunnudaginn 18. ágúst frá klukkan 13:00 til 20:00 og mánudaginn 19. ágúst frá klukkan 08:30 til 18:00.
Móttaka nýnema í VMA er mánudaginn 19. ágúst og kennsla hefst samkvæmt stundatöflu þriðjudaginn 20. ágúst.
14.08.2019
Vaktsíminn hefur lokið sumarfríinu. Svörum í síma 8991602
12.08.2019
Húsaleigusamningar VMA íbúa fóru í póst fyrir helgi og ættu því að berast íbúum næstu daga. Reynt var að verða við óskum íbúa um herbergi eins og hægt var.
09.08.2019
Það eru laus pláss hjá okkur á heimavistinni næsta skólaár. Hægt er að sækja um hér á heimasíðunni.
07.08.2019
Hér eru ýmsar hagnýtar upplýsingar fyrir nýja íbúa sem eru að flyta á heimavistina.
Þegar íbúar koma á heimavistina þurfa þeir að hafa með sér:
Sæng og kodda.
Sængurver, koddaver og lök.
Handklæði og rúmteppi ef vill.
Körfu eða annað hentugt undir óhreinan þvott.
Herðatré.
Leirtau, hnífapör og glös/könnur eru ekki til staðar á herbergjum.
Hlífðarlök eru til staðar og hægt að fá til skiptanna í anddyri.
Íbúar fá tuskur, svampa og þvottaefni til að þrífa herbergi og baðherbergi þar sem það á við. Ryksugur og moppur eru til staðar á hverri hæð fyrir sig.
Íbúar geta endurraðað húsgögnum á herbergjum en verða að skilja við þau eins og þau komu að þeim í upphafi. Íbúar geta aðeins hengt upp myndir eða annað á veggi með "kennaratyggjói" til að koma í veg fyrir að málningin skemmist.
Íbúar á nýju vist hafa aðgang á herbergjum að örbylgjuofni og litlum ísskáp. Þeir íbúar sem eru á gömlu vist hafa ekki aðgang að ísskáp á herbergjum, en sumir koma með lítin kæliskáp með sér.
Íbúar geta fengið að geyma töskur á svokölluðu töskulofti. Þá er aðstaða í kjallara til að geyma skauta, skíði, skíðaklossa o.s.frv.
07.08.2019
Við höfum tekið aftur til starfa eftir sumarfrí og byrjuð að undirbúa komu íbúa.
Móttaka íbúa Verkmenntaskólans á Akureyri er sunnudaginn 18. ágúst frá klukkan 13:00 til 20:00 og mánudaginn 19. ágúst frá klukkan 08:30 til 18:00. Móttaka nýnema í VMA er 19. ágúst og kennsla hefst samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 20. ágúst.
Íbúar ættu að fá samninga og önnur gögn frá okkur í pósti eftir helgina.
06.08.2019
Það eru laus pláss hjá okkur á heimavistinni næsta skólaár. Hægt er að sækja um hér á heimasíðunni.
31.07.2019
Staða næturvarðar við Heimavist MA og VMA á Akureyri er laus til umsóknar
Við leitum að einstaklingi til að slást í góðan hóp starfsmanna sem mun sinna næturvörslu og öryggisvörslu og öðrum þeim verkefnum sem til falla.
Viðkomandi þarf að hafa mikla þjónstulund og samskiptahæfni og hafa gaman af að starfa með ungmennum. Gerð er krafa um hreint sakarvottorð. Um fullt starfshlutfall er að ræða og vinnur viðkomandi aðra hverja viku. Laun eru samkvæmt stofnansamningi við Einingu Iðju. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.
Skriflegar umsóknir þurfa að berast fyrir 10. ágúst n.k. á netfangið thora@heimavist.is. Öllum umsóknum verður svarað.
Nánari upplýsingar veitir framkvæmdastjóri Þóra R. Stefánsdóttir thora@heimavist.is eða í síma 455 1605.
24.06.2019
Skrifstofur heimavistar verða lokaðar frá 24. júní vegna sumarleyfa starfsmanna. Skrifstofur verða opnaðar aftur þriðjudaginn 4. ágúst.