16.10.2014
Á fyrsta fundi heimavistarráðs sem haldinn var sl. þriðjudag var kosið í embætti og sést hér að neðan hvernig raðast í embætti:
Formaður - Sigurður Sigurjónsson
Varaformaður - Bjartur Elí Egilsson
Skemmtanastjóri - Dagbjört Ýrr Gísladóttir
Vefstjóri - Anna Dagbjört Styrmisdóttir
Ritsjóri - Inga Freyja Price Þórarinsdóttir
Starfsfólk Heimavistar óskar þeim til hamingju með nýju embættin og góðs gengis og samstarfs í vetur.
09.10.2014
Kosning í Heimavistarráð fór fram í vikunni og munu nýju fulltrúarnir halda fund á næstu dögum og raða í embætti. Nýja Heimavistarráðið er sem hér segir í stafrófsröð:
Anna Dagbjört Styrmisdóttir
Bjartur Elí Egilsson
Dagbjört Ýr Gísladóttir
Díana Mirela Turca
Inga Freyja Price Þórarinsdóttir
Jón Bjarni Sindrason
Sigurður Sigurjónsson
Starfsfólk Heimavistarinnar óskar nýju Heimavistarráði til hamingju með kosninguna og þakkar öllum þeim sem voru í framboði.
08.10.2014
Í tengslum við skólaheimsóknir í MA og VMA komu um 180 nemendur frá þrettán skólum í nágrannabyggðalögunum í heimsókn. Krakkarnir sem flest voru í 10. bekk fengu kynningu á heimavistinni og var boðið upp á hressingu á setustofunni.
29.09.2014
Minnum íbúa á að láta starfsfólk heimavistar vita ef þeir eru veikir. Hægt er að hringja í innanhússíma 1602 eða í 899 1602. Starfsfólk getur litið við hjá íbúum, komið með mat, hitamæli o.þ.h.
26.09.2014
Ágætu íbúar.
Óskilamunir frá sl. vetri eru á palli fyrir framan setustofu. Vinsamlegast kíkið og sjáið hvort þið eigið eitthvað. Eftir mánudaginn verður dótið sem eftir er fjarlægt.
Starfsfólk Heimavistar MA og VMA
22.09.2014
Gangafundir á nýju vist verða haldnir sem hér segir:
Mánudaginn 22. september
Íbúar á 1. hæð kl. 19:00
Íbúar á 2. hæð kl. 19:30
Íbúar á 3. hæð kl. 20:00
Fundarstaður er á viðkomandi gangi
Þriðjudaginn 23. september
Íbúar á 4. hæð kl. 18:00
Íbúar á 5. og 6. hæð kl. 18:30 (íbúar 6. hæðar komi á 5. hæð)
Gangafundur fyrir íbúa gömlu vistar kl. 19:00 og er fundurinn haldinn í Setustofunni
Skyldumæting og nafnakall
22.09.2014
Óskum eftir íbúum til starfa við þrif o.fl. nokkra tíma á viku á heimavistinni. Nánari upplýsingar fást hjá Rósu Maríu. Umsóknir með upplýsingum um fullt nafn, kennitölu og símanúmer sendast á netfangið rosa@heimavist.is fyrir 26. september nk.
22.09.2014
Þorgbergur Guðmundsson íbúi á heimavist og nemandi í VMA varð stigameistari í réttstöðulyfu í 120+ kg flokki karla á Íslandsmeistaramóti sem haldið var í Smáranum um síðustu helgi. Í karlaflokki var keppnin tvísýn framan af, eða þar til Þorbergur gerði sér lítið fyrir og togaði upp 340 kg í síðustu lyftu mótsins í +120 kg flokki unglinga og fékk 190,026 stig.
Starfsfólk Heimavistar MA og VMA óskar Þorbergi til hamingju með árangurinn.
09.09.2014
Nú styttist í að Menntaskólinn hefji starfsemi sína og heimavistin opni fyrir íbúum skólans.
Heimavistin verður opnuð fyrir innritun sunnudaginn 14. september frá klukkan 13 til 20 og mánudaginn 15. september frá klukkan 8:30 til 20.
Mennstaskólinn verður settur mánudaginn 15. september.
Íbúar eiga þegar að hafa fengið leigusamninga og önnur gögn send í pósti.
03.09.2014
Kæru íbúar.
Vegna viðgerða hjá Norðurorku verður ekkert heitt vatn í húsinu frá kl. 04:00 og fram eftir degi, aðfararnótt fimmtudagins 4. september.