24.02.2014
Ársfundur Lundar 2013 verður fimmtudaginn 27. febrúar n.k. kl. 16 í setustofu heimavistar.
Dagskrá ársfundar:
1. Ársreikningur Lundar skólaárið 2012/2013 til kynningar.
2. Skýrsla stjórnar um starfsemi Lundar skólaárið 2012/2013.
3. Önnur mál.
Ársfundur Lundar er opinn þeim sem aðild eiga að Heimavist MA og VMA, s.s. íbúum Lundar, foreldrum og forráðamönnum íbúanna, kennurum og starfsmönnum framhaldsskólanna á Akureyri auk þeirra starfsmanna sem starfa í húsakynnum Lundar.
18.02.2014
Heimavistarráð stendur fyrir Vistar Quiz miðvikudagskvöldið 19. febrúar kl. 20 á setustofu heimavistar. Tveir – fjórir saman í liði og eru íbúar hvattir til að mæta og eiga saman skemmtilega kvöldstund. Veglegir vinningar.
05.02.2014
Kæru íbúar, þið sem ætlið ykkur að vera nettengd á vorönn þurfið að endurnýja umsókn ykkar fyrir 14. febrúar. Eftir það verður lokað fyrir netaðgang þeirra sem ekki hafa gengið frá endurnýjun.
Hægt verður að ganga frá netumsókn fyrir vorönn á eftirtöldum tímum hjá Sigmundi, en hann hefur umsjón með netmálum.
Mánudag 10. feb. milli kl. 16.00 til 17.00
Þriðjudag 11. feb. milli kl. 16.00 til 17.00
Miðvikudag 12. feb. milli kl. 16.00 til 17.00
Fimmtudag 13. feb. milli kl. 16.00 til 17.00
Föstudag 14. feb. milli kl. 16.00 til 17.00
04.02.2014
Heimavistarráð efnir til poolmóts miðvikudaginn 12. febrúar nk. kl. 19:30. Skráningarblað hangir á auglýsingatöflu í anddyri og lýkur skráningu 11. febrúar. Vegleg verðlaun.
29.01.2014
Nú er prófum í MA lokið og MA íbúar að hefja nám á vorönn. VMA íbúar hófu sína vorönn í byrjun ársins. Við taka hefðbundnir dagar á heimavistinni þar sem almennar reglur um aga og umgengni gilda.
09.01.2014
Kæru íbúar.
Nú er próftími á heimavistinni og þá gilda ákveðnar reglur hjá okkur:
• Á próftíma á að vera næði allan sólarhringinn.
• Ekki er heimilt að hafa næturgesti meðan á próftíma stendur.
• Morgunmatur er virka daga kl. 7:15 – 9:15 og um helgar kl. 10:00 – 13:00.
• Á próftíma er drykkur alla daga kl. 15:00 - 16:30, einnig um helgar.
• Hljómflutningstæki og sjónvörp á herbergjum og setustofum mega alls ekki valda ónæði.
• Seta í anddyri og á göngum skal takmörkuð.
• Reglum lýkur að loknum síðasta reglulega prófdegi.
• Hafið samband við öryggisvakt í síma 1602 ef þið verðið fyrir ónæði .
Sýnum öll tillitsemi
Starfsfólk Heimavistar MA og VMA
27.03.2014
Söngkeppni framhaldsskólanna
Þeir sem ætla að sækja um að fá næturgest (einn á íbúa) þegar söngkeppnin verður haldin, skulu gera það fyrir kl 16:00 þriðjudaginn 16. apríl. Þeir íbúar sem ekki eru á heimavistinni til að fylla út umsóknareyðublaðið, mega senda tölvupóst á rosa@heimavist.is þar sem kemur fram herbergisnúmer, fullt nafn og kennitala gestgjafa, herbergisfélaga og gests, og svo dagsetningar.
Að öðru leiti gilda þær reglur sem fyrir eru t.d. samþykki forráðamanna ef gestgjafi, gestur eða herbergisfélagi er yngri en 18 ára sem og aðrar reglur um umgengni.
Við komu á heimavistina þarf gestgjafinn að tilkynna næturgestinn við starfsmann á vakt.
Áfengis- og vímuefnaneysla ógildir gistileyfið.
Starfsfólk heimavistar MA og VMA