Vegna samkomutakmarkana og 2 metra reglu!

Hvetjum íbúa og forráðamenn til að fylgjast með tilkynningum hér á heimasíðunni og á facebook. Núverandi takmarkanir eru í gildi til 13. ágúst n.k.

Hagnýtar upplýsingar fyrir nýja íbúa á heimavist

Þegar íbúar koma á heimavistina þurfa þeir að hafa með sér: Sæng og kodda. Sængurver, koddaver og lök. Handklæði og rúmteppi ef vill. Körfu eða annað hentugt undir óhreinan þvott. Herðatré. Leirtau, hnífapör og glös/könnur eru ekki til staðar á herbergjum. Hlífðarlök eru til staðar og hægt að fá til skiptanna í anddyri. Íbúar fá tuskur, svampa og þvottaefni til að þrífa herbergi og baðherbergi þar sem það á við. Ryksugur og moppur eru til staðar á hverri hæð fyrir sig. Íbúar geta endurraðað húsgögnum á herbergjum en verða að skilja við þau eins og þau komu að þeim í upphafi. Mikilvægt er að passa upp á að skemma ekki gólfefni og húsgögn við flutningana. Íbúar geta aðeins hengt upp myndir eða annað á veggi með "kennaratyggjói" til að koma í veg fyrir að málningin skemmist. Íbúar á nýju vist hafa aðgang á herbergjum að örbylgjuofni og litlum ísskáp. Þeir íbúar sem eru á gömlu vist hafa ekki aðgang að ísskáp á herbergjum, en sumir koma með lítin kæliskáp með sér. Íbúar geta fengið að geyma töskur á svokölluðu töskulofti. Þá er aðstaða í kjallara til að geyma skauta, skíði, skíðaklossa o.s.frv.

Þvottanúmer fyrir nýnema í VMA

Þvottanúmer fyrir nýnema og aðrar upplýsingar frá mötuneytinu fylgja með í umslaginu frá heimavistinni.

Húsaleigusamningar VMA íbúa farnir í póst

Húsaleigusamningar VMA íbúa fóru í póst í dag og ættu því að berast íbúum í næstu viku. Reynt var að verða við óskum íbúa um herbergi eins og hægt var.

Skrifstofur lokaðar í sumar

Skrifstofur heimavistar verða lokaðar frá 24. júní vegna sumarleyfa starfsmanna. Skrifstofur verða opnaðar aftur þriðjudaginn 4. ágúst.

Svör við helstu spurningum fyrir umsækjendur heimavistar skólaárið 2020-2021

Svör við umsóknum fóru í póst 22. júní. Það er enn opið fyrir umsóknir næsta vetur. Umsækjendur sem sækja um eftir 22. júní fá staðfestingu í ágúst eftir sumarleyfi. Greiðsluseðlar/kröfur vegna staðfestingar- og tryggingargjalds verða stofnaðir/-ar á kennitölu íbúa eða forráðamanna (ólögráða íbúa) í innheimtukerfi Arion banka. Eindagi staðfestingar- og tryggingargjalds er 15. júlí. Ef krafa er ekki greidd á eindaga er gert ráð fyrir að viðkomandi hafi hætt við búsetu á vistinni. Raðað verður niður á herbergi fyrstu dagana í ágúst. Breytingar á umsókn s.s. varðandi tegund af herbergi eða herbergisfélaga verða að hafa borist fyrir 1. ágúst á netfangið rosa@heimavist.is Leigusamningar og önnur gögn verða sendir í pósti viku fyrir upphaf skóla. Gengið er frá skráningu í mötuneyti við komuna á heimavistina. Staðfestingar- og tryggingargjald fæst ekki endurgreitt ef hætt er við komuna á heimavistina.

Laus pláss á heimavistinni næsta skólaár

Þó að umsóknarfrestur fyrir næsta skólaár sé liðinn þá eru enn laus pláss. Hægt er að sækja um hér á heimasíðunni.

Brautskráning frá Menntaskólanum á Akureyri

Starfsfólk heimavistar óskar útskriftarnemendum Menntaskólans á Akureyri innilega til hamingju með daginn.

Laus pláss á heimavistinni næsta skólaár

Þó að umsóknarfrestur fyrir næsta skólaár sé liðinn þá eru enn laus pláss. Hægt er að sækja um hér á heimasíðunni.

Opið fyrir umsóknir um heimavist næsta skólaár

Minnum á að það er opið fyrir umsóknir um heimavist fyrir skólaárið 2020 - 2021. Umsóknarfrestur er til 10. júní n.k. Sótt er um hér á heimasíðunni.