Gangafundir með íbúum heimavistarinnar

Almennir fundir heimavistar s.k. gangafundir þar sem farið er yfir reglur og ýmis praktísk atriði með íbúum eru haldnir á hverju ári í upphafi haustmisseris. Nú þegar er búið að funda með íbúum á nýju vistinni og í kvöld verður fundað með íbúum gömlu vistarinnar. Líkt og fram kemur í reglum heimavistarinnar er skyldumæting á fundina.

Heimavistin verður opnuð fyrir innritun MA íbúa fimmtudaginn 12. september 2013

Nú styttist í að Menntaskólinn á Akureyri hefji starfsemi sína og heimavistin opni fyrir íbúum skólans. Heimavistin verður opnuð fyrir innritun fimmtudaginn 12. september frá klukkan 13:00 til 21 og föstudaginn 13. september frá klukkan 08:30 til 20. Stundatöflur nemenda verða afhentar föstudaginn 13. september. Þeir íbúar sem ekki hafa tök á að koma á ofangreindum tíma geta innritað sig og fengið lykil á sunnudeginum frá kl. 15.-18.

Kynningarfundur fyrir nýja íbúa á heimavistinni

Minnum á stuttan kynningarfund fyrir nýja íbúa á heimavistinni í kvöld þriðjudaginn 3. september kl. 19.30. Fundurinn verður haldinn í setustofunni.

Opnunartímar mötuneytis og þvottahúss.

Heimavistin verður opnuð fyrir innritun VMA íbúa þriðjudaginn 20. ágúst

Nú styttist í að Verkmenntaskólinn hefji starfsemi sína og heimavistin opni fyrir íbúum skólans. Heimavistin verður opnuð fyrir innritun þriðjudaginn 20. ágúst frá klukkan 13:00 til 21 og miðvikudaginn 21. ágúst frá klukkan 08:30 til 20. Stundatöflur nemenda verða afhentar miðvikudaginn 21. ágúst og kennsla hefst fimmtudaginn 22. ágúst. Íbúar fá leigusamninga og önnur gögn send viku fyrir upphaf skóla.

Svör við helstu spurningum fyrir umsækjendur heimavistar skólaárið 2013-2014

Hér koma svör við helstu spurningum fyrir umsækjendur heimavistar: Svör við umsóknum fara í póst 24. júní. Greiðsluseðlar/kröfur vegna staðfestingar- og tryggingargjalds verða stofnaðir/-ar á kennitölu íbúa í innheimtukerfi Arion banka. Eindagi staðfestingar- og tryggingargjalds er 20. júlí. Ef krafa er ekki greidd er gert ráð fyrir að viðkomandi hafi hætt við búsetu á vistinni og nemendur teknir inn af biðlista. Tekið verður inn af biðlista fyrstu dagana í ágúst. Raðað verður niður á herbergi fyrstu dagana í ágúst. Breytingar á umsókn s.s. varðandi tegund af herbergi eða herbergisfélaga verða að hafa borist fyrir 1. ágúst á netfangið rosa@heimavist.is Leigusamningar og önnur gögn verða sendir í pósti viku fyrir upphaf skóla. Gengið er frá skráningu í mötuneyti við komuna á heimavistina. Staðfestingar- og tryggingargjald fæst ekki endurgreitt ef hætt er við komuna á heimavistina.

Sumarlokun á Heimavist MA og VMA

Skrifstofur heimavistar verða lokaðar í júlí vegna sumarleyfa starfsmanna.

Brautskráning í Menntaskólanum á Akureyri

Starfsfólk heimavistar óskar útskriftarnemendum Menntaskólans á Akureyri innilega til hamingju með daginn.

Umsóknarfrestur um Heimavist MA og VMA er til 10. júní

Umsóknarfrestur um Heimavist Menntaskólans á Akureyri og Verkmenntaskólans á Akureyri fyrir skólaárið 2013 - 2014 er til 10. júní.

Próftími á heimavist - reglur á próftíma

• Próftími hefst föstudaginn 24. maí kl. 22:00 • Á próftíma á að vera næði allan sólarhringinn • Ekki er heimilt að hafa næturgesti meðan á próftíma stendur • Morgunmatur er virka daga kl. 7:15 – 9:15 og um helgar kl. 10:00 – 13:00 • Á próftíma er drykkur alla daga kl. 15:00 - 16:30, einnig um helgar • Hljómflutningstæki og sjónvörp á herbergjum og setustofum mega alls ekki valda ónæði • Seta í anddyri og á göngum skal takmörkuð • Reglum lýkur að loknum síðasta reglulega prófdegi • Hafið samband við öryggisvakt í síma 1602 ef þið verðið fyrir ónæði Sýnum öll tillitsemi Starfsfólk Heimavistar MA og VMA