23.01.2012
Öllum íbúum heimavistar stendur til boða aðstaða til að æfa á hljóðfæri í húsnæði Menntaskólans á Akureyri. Í stofu G22 er píanó og á miðsal skólans er flygill. Stofur G1 og G21 eru ætlaðar fyrir önnur hljóðfæri. Nemendur skrá sig á stundatöflur sem hanga á korktöflu á s.k. langa gangi í Gamla skóla. Hægt er að hafa samband við húsvörð ef eitthvað er óljóst.
27.11.2012
Próftími hefst laugardaginn 1. desember kl. 14:00. Frá þeim tíma og til 14. des. er ekki heimilt að hafa næturgesti
23.11.2012
Nú er próftími á Heimavist MA og VMA. Á próftíma eru allir tillitssamir og ganga hljóðlega um. Engar gestakomur eru leyfðar nema með leyfi vaktmanns. Næturgestir eru ekki leyfðir á próftíma.
22.11.2012
Reglur á próftíma
Próftími hefst laugardaginn 1. desember kl. 14:00
Á próftíma á að vera næði allan sólarhringinn
Ekki er heimilt að hafa næturgesti meðan á próftíma stendur
Morgunmatur er virka daga kl. 7:15 – 9:15 og um helgar kl. 10:00 – 13:00
Á próftíma er drykkur alla daga kl. 15:00 - 16:30, einnig um helgar
Hljómflutningstæki og sjónvörp á herbergjum og setustofum mega alls ekki valda ónæði
Seta í anddyri og á göngum skal takmörkuð
Reglulegum próftíma líkur 14. des. kl. 14:00. Íbúar eru líka beðnir um að sýna tillitssemi
meðan á sjúkraprófum stendur dagana 17.-18. des.
Hafið samband við öryggisvakt í síma 1602 ef þið verðið fyrir ónæði
Sýnum öll tillitsemi
Starfsfólk Heimavistar MA og VMA
23.08.2012
Enn eiga nokkrir eftri að skila mötuneytisumsókn og þurfa umsóknir að berast sem allra fyrst.
23.08.2012
Enn eiga nokkrir vistarbúar eftir að skila mötuneytisumsókn þarf umsókn að berast sem fyrist.
08.08.2012
Heimavistin verður opnuð fyrir innritun VMA nemenda sunnudaginn 19. ágúst frá klukkan 13:00 til 21 og mánudaginn 20. ágúst frá klukkan 08:30 til 20.
29.05.2012
Síðasti dagur til að setja óhreint í þvott er miðvikudagurinn 6. júní. Þvottahúsið lokar föstudaginn 8. júní. Kær kveðja, Svövurnar.
07.05.2012
Umsóknarfrestur um heimavist skólaárið 2012-2013 er til 8. júni n.k. Nánari upplýsingar og eyðublöð er hægt að nálgast hér á heimasíðunni.