Gleðilegt sumar og til hamingju með nýju síðuna!
Þessi síða er fyrst og fremst hugsuð fyrir þá sem hafa hug á að koma í framhaldsskóla á Akureyri en hún er líka hugsuð til að koma fréttum og upplýsingum til íbúa fljótt og örugglega.
Heimavistarráð hefur staðið í ströngu við að koma síðunni upp og er flest núna tilbúið þó ekki allt.
Ef þið eigið einhverjar myndir eða eitthvað sem væri sniðugt að hafa hér inni, endilega komið ábendingum til okkar, í gegnum annað hvort fyrirspurnir eða tölvupóstinn okkar heimavistarrad@gmail.com
Minnum á sumarkaffið í dag milli 14 og 16.
Heimavistarráð