Hér koma svör við helstu spurningum fyrir umsækjendur heimavistar skólaárið 2018-2019:
Svör við umsóknum fóru í póst 19. júní.
Enn er opið fyrir umsóknir á biðlista og skýrist staðan á umsóknunum í ágúst.
Greiðsluseðlar/kröfur vegna staðfestingar- og tryggingargjalds verða stofnaðir/-ar á kennitölu íbúa eða forráðamanna (ólögráða íbúa) í innheimtukerfi Arion banka.
Eindagi staðfestingar- og tryggingargjalds er 16. júlí.
Ef krafa er ekki greidd á eindaga er gert ráð fyrir að viðkomandi hafi hætt við búsetu á vistinni og nemendur teknir inn af biðlista.
Tekið verður inn af biðlista í byrjun ágúst.
Raðað verður niður á herbergi fyrstu dagana í ágúst.
Breytingar á umsókn s.s. varðandi tegund af herbergi eða herbergisfélaga verða að hafa borist fyrir 1. ágúst á netfangið rosa@heimavist.is
Leigusamningar og önnur gögn verða sendir í pósti viku fyrir upphaf skóla.
Gengið er frá skráningu í mötuneyti við komuna á heimavistina.
Staðfestingar- og tryggingargjald fæst ekki endurgreitt ef hætt er við komuna á heimavistina.