Páskafrí - Heimavistin lokar kl. 12:00 laugardaginn 12. apríl

Senn líður að páskafríi íbúa en báðir framhaldsskólarnir MA og VMA eru með síðasta kennsludag fyrir páska föstudaginn 11. apríl. Heimavistin lokar kl. 12 á hádegi laugardaginn 12. apríl. Opnum aftur eftir páskafrí mánudaginn 21. apríl, annan í páskum kl. 12.

Áður en þið farið í páskafrí munið að:

  • Hafa herbergin snyrtileg, þá verður svo gaman að koma aftur.
  • Fara með ALLT rusl af herbergjum út í gám.
  • Slökkva á rafmagnstækjum og taka úr sambandi – allt nema ísskápinn, en athuga hvort þar séu matvæli sem geta skemmst.
  • Loka gluggum.
  • Stilla ofna á 3.

 

Með Páskakveðju,

Starfsfólk Heimavistar MA og VMA.