Nýr fulltrúi og fréttir.

Við í heimavistarráði óskum eftir nýjum fulltrúa í ráðið.  Æskilegt er að hann sé í VMA. En ef einhverjir MA-ingar hafa mikinn áhuga þá geta þeir einnig boðið sig fram, og verður þá kosið milli þeirra ef að enginn úr VMA hefur áhuga.

Ef að þú hefur áhuga þá skaltu annað hvort hafa samband við hr. húsbónda eða einhvern í heimavistarráði(Aðalbjörn, Helgu, Jónínu, Sunnu, Ástu eða Kati) fyrir mánudaginn 11. jan.

 

 

En svona ef að þið skylduð vilja vita eitthvað hvað við erum að bralla í heimavistarráðinu þá erum við núna að plana kvöldvökur sem að verður dreift fram á vor. Svo hafa einnig komið hugmyndir um útivistardag uppi fjalli, bíóferð, poolmót og fleira. Við viljum endilega fá ykkar hugmyndir og ykkar komment á það hvað er áhugi fyrir að gera! Semsagt ef að þú hefur einhverja hugmynd eða tillögu um hvað eigi að gera þá endilega hafðu samband við okkur eða kommentaðu á þetta  blogg.. 

Einnig viljum við vita hvort að það sé einhver áhugi fyrir t.d bíóferð( þar sem að bara heimavistin væri með t.d. sambíó salinn og fengum að sjá einhverja nýja mynd og kannski yrði innifalið popp og kók í miðaverðinu) eða útivistardegi(þar sem að annað hvort yrði farið að renna sér á þotum, plastpokum , skíðum eða fara í göngutúr uppá ?Súlur?..).. Endilega látið okkur vita ef að áhugi er fyrir hendi. 

 Það verður margt í gangi fram á vor svo

... bíðið spennt elskurnar ...

 

Knús,

heimavistaráð, sem að sárlega vantar nýjan fulltrúa. !