01.12.2009
Jæja kæru íbúar !
Nú þegar senn líður að jólum, þá höfum við ákveðið að halda jólaskreytingakeppni. Bæði ætlum við
að hafa keppni milli hurða og ganga. Við vitum alveg að einhverjir VMA-ingar eru farnir í jólafrí, en það eru samt mjög margir enn á
vistinni svo nóg af fólki til að taka þátt í þessari keppni :D
Hún virkar einfaldlega þannig að þið skreytið hurðina ykkar(og ganginn einnig)..
Reynum að gera "kózý"jólastemningu á vistinni, svona til að koma okkur öllum í jólaskap, því við vitum að það er
sumum mjög erfitt að vera ekki heima í öllum jólaundirbúningnum.
Jólaknús,
heimavistarráð.