Eins og fram kom á heimasíðu MA þá vann Ásgerður Ólöf Ásgeirsdóttir nemandi á fjórða ári í MA og
íbúi á heimavist ræðukeppni hér á landi sem haldin var á vegum ESU (English Speaking Union) og FEKÍ (Félag enskukennarafélags
á Íslandi). Ásgerður mun keppa fyrir Íslands hönd í London í maí á næsta ári við fulltrúa frá 50
þjóðlöndum.
Starfsfólk heimavistar óskar Ásgerði til hamingju með sigurinn.
Á myndinni má sjá Boga Ágústsson kynni keppninnar, Ásgerði Ólöfu Ásgeirsdóttur sem var í 1. sæti, Guðrúnu Gígju Sigurðardóttur sem var í 2. sæti og Össur Skarphéðinsson annar dómaranna í keppninni.