Í ljósi þeirra sérstöku aðstæðna sem upp eru komin í samfélaginu vegna COVID-19 veirunnar og þar með takmörkun á samkomum og lokun framhaldsskólana í fjórar vikur er ljóst að heimavistinni verður líka lokað.
Heimavistin verður lokuð frá og með miðnætti aðfaranótt 16. mars n.k. Gert er ráð fyrir að allir íbúar fari til síns heima nú um helgina.
Auglýst verður um leið og það liggur fyrir hvenær við náum að opna aftur.