Þriðjudaginn 22. janúar verða s.k. gangafundir á heimavistinni. Fundirnir eru upplýsingafundir fyrir íbúa þar sem farið er yfir ýmsar reglur og annað sem er gagnlegt fyrir íbúana að vita af.
Við fengum inn nýja íbúa á stóra heimilið nú í byrjun árs og einhverjar breytingar hafa átt sér stað á búsetu þeirra íbúa sem komu inn í haust. Fundirnir eru því tækifæri til að sjá hverjir eru nágrannar og eins hverjir búa í næsta nágrenni, en fundunum er skipt niður eftir göngunum/hæðunum á nýju vist og síðan göngunum á gömlu vist.
Tímasetningar á fundunum verða hengdar upp á nýju og gömlu vist og við minnum á að það er skyldumæting á fundinn.
Hlökkum til að hitta alla nýja og eldri íbúa og eiga góða stund saman :)