Hér koma svör við helstu spurningum fyrir umsækjendur um Heimavist MA og VMA skólaárið 2023-2024:
Gert er ráð fyrir að svör við umsóknum verði send út með tölvupósti föstudaginn 23. júní.
Það er enn opið fyrir umsóknir næsta vetur. Umsækjendur sem sóttu um eftir að umsóknarfrestur var liðinn fá svör í byrjun ágúst eftir sumarleyfi.
Greiðsluseðlar/kröfur vegna staðfestingar- og tryggingargjalds verða stofnaðir/-ar á kennitölu íbúa eða forráðamanna (ólögráða íbúa) í innheimtukerfi Arion banka.
Eindagi staðfestingar- og tryggingargjalds er 15. júlí.
Ef krafa er ekki greidd á eindaga er gert ráð fyrir að viðkomandi hafi hætt við búsetu á vistinni.
Raðað verður niður á herbergi fyrstu dagana í ágúst.
Breytingar á umsókn s.s. varðandi tegund af herbergi eða herbergisfélaga verða að hafa borist fyrir 1. ágúst á netfangið rosa@heimavist.is. Athugið að reynt verður að verða við óskum eins og hægt er.
Leigusamningar og önnur gögn verða send út rafrænt viku fyrir upphaf skóla.
Staðfestingar- og tryggingargjald fæst ekki endurgreitt ef hætt er við komuna á heimavistina.
Bendum á að allir íbúar þurfa að skrá sig í mötuneytið og fer skráning fram á heimasíðu heimavistar.