Athygli er vakin á að uppsögn á húsaleigusamningi við annarskil hjá bæði MA og VMA íbúum er 30. nóvember n.k.
Gildir aðeins fyrir þá íbúa sem hætta námi um áramót.
Skila þarf skriflegri uppsögn fyrir þann tíma til að komast hjá því að greiða húsaleigu eftir annarskil. Best er að senda tölvupóst.
Þeir íbúar sem hætta námi um annarskil vegna ófullnægjandi námsframvindu þurfa að senda skriflega uppsögn í tölvupósti um leið og niðurstaða annarprófa liggur fyrir. Athugið að við þessar aðstæður er uppsagnarfresturinn einn mánuður eftir annarskil.
Uppsagnir skal senda á netfangið rosa@heimavist.is
Minnum á að hægt að sækja um heimavist fyrir vorönn 2026. Sótt er um á heimasíðunni www.heimavist.is og í kjölfarið verður haft samband við umsækjendur.
Bendum á að þeir sem eru þegar íbúar hjá okkur þurfa ekki að sækja um.
Vinsamlega athugið að sameiginlegt umsóknartímabil framhaldsskóla sem bjóða upp á innritun fyrir nám á vorönn 2026 er dagana 1. nóvember til 1. desember.
Eftir það munum við vinna úr umsóknum um Heimavist.
Á næstu dögum verður rýmiæfing á heimavistinni í samtarfi við starfsmenn frá Eldvarnaeftirliti Slökkviliðs Akureyrar.
Við höldum rýmiæfingu reglulega til að vera eins vel undirbúin og hægt er ef til þess kemur að rýma þurfi húsnæðið vegna raunverulegs bruna.
Það er gerð krafa um að allir íbúar, gestir, starfsmenn og aðrir sem í húsnæðinu eru á tíma æfingar rými húsnæðið líkt og um raunverulegan bruna væri að ræða.
ATH. Breytt tímasetning. Vinna á innra netinu okkar verður á þriðjudaginn 21. október og þann dag verða því truflanir á þjónustunni og jafnvel netsambandslaust við wifi.
Kæru íbúar. Í vetrarfríinu er stefnt á að fara í endurbætur á netinu hjá okkur. Tæknimaður okkar vinnur í þessu mánudaginn 20. október. En það verða óhjákvæmilega einhverjar truflanir á netinu og jafnvel netlaust þann dag, eða hluta úr degi. Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.
Kæru íbúar!
Áður en þið farið heim í vetrarfrí vinsamlegast munið að:
- Hafa herbergin snyrtileg, þá verður svo gaman að koma aftur.
- Fara með allt rusl af herbergjum út í gám.
- Slökkva á rafmagnstækjum (nema ísskáp) og ljósum.
- Tæma ísskáp og örbylgjuofn.
- Loka gluggum.
- Stilla ofna á 3.
- Skrá brottför í heimferðaskráningu á heimasíðunni.
Muna að kíkja í þvottahúsið og tæma þvottahólfið.
Herbergjaskoðanir verða áfram á sömu dögum og vanalega.
Á nýju vist í næstu viku!
Kær kveðja,
Starfsfólk Heimavistar MA og VMA
Heimavistin auglýsir eftir íbúum til að aðstoða við þrif o.fl. (ryksuga, fylla á lagera o.s.frv.) nokkra tíma á viku eftir skóla (1-2 klst. í senn). Nánari upplýsingar veitir Rósa Margrét - rosa@heimavist.is
Óskum eftir samviskusömum og duglegum íbúum til að aðstoða starfsfólk okkar við að halda Heimavistinni hreinni og snyrtilegri. Starfið felst í því að ryksuga ganga og önnur létt þrif.
Á myndinni má sjá nýskipað heimavistarráð sem tók sinn fyrsta fund í gærkvöldi. Frá hægri: Bæring Nói Dagsson, Ari Ingvarsson, Dagnýr Atli Rúnarsson, Sævar Emil Ragnarsson, Freyr Þorsteinsson, Steingrímur Árni Jónsson og Nanna María Ragnarsdóttir. Við starfsfólk Heimavistarinnar óskum þeim til hamingju með nýtt hlutverk og hlökkum til að starfa með þeim í vetur.
Kosið var til Heimavistarráðs í gær, miðvikudaginn 24. september.
Kjörsókn var góð, en alls kusu 117 íbúar.
Í heimavistarráði skólaárið 2025-2026 eru:
Ari Ingvarsson (MA)
Bæring Nói Dagsson (MA)
Dagnýr Atli Rúnarsson (VMA)
Freyr Þorsteinsson (MA)
Nanna María Ragnarsdóttir (VMA)
Steingrímur Árni Jónsson (MA)
Sævar Emil Ragnarsson (VMA)