Allir gangafundir verða á hverjum gangi / hæð fyrir sig á Nýju vist:
Allir íbúar á 1. hæð kl. 16:30
Allir íbúar á 2. hæð kl. 16:45
Allir íbúar á 3. hæð kl. 17:00
Allir íbúar á 4. hæð kl. 17:15
Allir íbúar á 5. og 6. hæð kl. 17:30
Allir íbúar á Gömlu vist koma saman á Setustofunni.
Nýjir íbúar á Gömlu vist kl. 17:45
Eldri íbúar á gömlu vist kl.18:15
Skyldumæting og nafnakall
Þau sem ekki komast á tilteknum tíma þurfa að láta þjónustustjóra vita á netfangið rosa@heimavist.is
Hlökkum til að funda með ykkur 😊
Starfsfólk Heimavistar MA og VMA
Nú er búið að uppfæra kerfin hjá okkur og því er umsóknarform um mötuneyti komið í gagnið.
Eftirfarandi áskriftarleiðir verða í boði:
Mötuneyti MA og VMA
Verð á önn. ISK
Fullt 7 daga fæði
365.135, -
Fullt 5 dag…
Móttaka íbúa verður helgina 16.-17. ágúst sem hér segir:
Móttaka nýnema og þeirra sem hafa ekki verið hjá okkur áður er laugardaginn 16. ágúst kl. 12-16 og sunnudaginn 17. ágúst frá kl. 12-16 og mánudaginn 18. ágúst frá kl. 10-16.
Móttaka íbúa sem hafa verið hjá okkur áður er laugardaginn 16. ágúst kl. 12-20 og sunnudaginn 18. ágúst frá kl. 12-20 og mánudaginn 18. ágúst frá klukkan 10-20.
Vinsamlegast virðið þessar tímasetningar svo skipulagið gangi sem best fyrir sig.
Húsaleigusamningar verða sendir út rafrænt á næstu dögum og bæði forráðamaður (ef íbúi er ólögráða) og íbúi þurfa að skrifa undir hann inni á signet.is áður en herbergi fæst afhent.
Búið er að svara öllum umsóknum um pláss á Heimavistinni. Þær umsóknir sem bárust okkur á meðan á sumarleyfi stóð fóru sjálfkrafa í stöðuna synjað þar sem búið var að fylla hvert rými fyrir sumarfrí. Húsaleigusamningar verða sendir út rafrænt í næstu viku og einnig þvottanúmer til þeirra íbúa sem ekki hafa verið á heimavistinni áður. Þau sem hafa verið áður hjá okkur halda sínum þvottanúmerum. Móttaka íbúa verður helgina 16.-17. ágúst en nánari tímasetning verður tilkynnt síðar.
Nú eiga allir sem sóttu um heimavist fyrir komandi skólaár 2025-2026 að vera búin að fá svarbréf í tölvupósti.
Tölvupóstur með svörum við umsóknum berst frá netfanginu heimavist@s5.is
Ef að þú færð úthlutað búsetu á heimavist þarf að staðfesta umsóknina með því að greiða kr. 50.000. Greiðsluseðill hefur verið stofnaður í heimabanka eða í heimabanka forráðamanns fyrir þá umsækjendur sem eru ólögráða. Gjaldið er samansett af óendurkræfu staðfestingargjaldi kr. 10.000 og tryggingagjaldi kr. 40.000. Eindagi er 15. júlí og ef greiðsluseðill er ekki greiddur á eindaga er litið svo á að búseta á heimavist hafi verið afþökkuð.
Hægt er að senda tölvupóst á heimavist@heimavist.is ef spurningar vakna.
Leigjandi greiðir tryggingarfé að vori til Lundar sjálfseignarstofnunar. Við lok leigutímans og að lokinni úttekt á húsnæðinu og yfirferð herbergjaþrifa, endurgreiðist tryggingargjaldið svo framarlega sem engar skemmdir hafa orðið á húsum og búnaði, gerð hafa verið skil á leigugreiðslum og prentkostnaði ef einhver er og athugasemdir ekki gerðar við þrif.
Tryggingarféð verður endurgreitt í júní.
Nú eru allir íbúar okkar farnir út í sumarið eftir skólaárið.
Minnum á að umsóknarfrestur um heimavistina fyrir næsta skólaár er til 10. júní. Sækja þarf um heimavistina á heimasíðunni okkar heimavist.is - það gildir bæði fyrir þau sem eru ný og þau sem hafa verið hjá okkur áður. Takk fyrir veturinn og njótið sumarsins😊
Athugið að ef sótt er um eftir að umsóknarfrestur er liðinn, eftir 10. júní, þá fara þær umsóknir á biðlista og verða afgreiddar síðar.
Íbúar vinsamlegast athugið að síðasti dagur til að fara með óhreinan þvott í þvottahúsið er á mánudaginn, 26. maí.
Íbúum sem eru að halda út í sumarið er bent á að fara í þvottahúsið og skila þvottaneti og lykli niðri fyrir framan þvottahúsið og fylla út miða, því þannig er hægt að fá endurgreitt 3.000,- fyrir lykil og 1.000,- fyrir þvottanet. Gott að athuga með óskilamuni í leiðinni og ekki gleyma að tæma skápinn sinn.