Athugið að Heimavistin lokar kl: 12:00 á hádegi laugardaginn 20. desember og verður opnuð á nýju ári sunnudaginn 4. janúar kl: 12:00.
Kæru íbúar
Áður en þið farið í jólafrí vinsamlegast munið að:
Hafa herbergin snyrtileg, þá verður svo gaman að koma aftur
Fara með ALLT rusl af herbergjum út í gám
Slökkva á rafmagnstækjum og taka úr sambandi – allt nema ísskápinn en athuga hvort þar séu matvæli sem geta skemmst
Loka gluggum
Stilla ofna á 3
Skrá brottför í móttökunni
Með jólakveðju
Starfsfólk Heimavistar MA og VMA
Næðistími á Heimavistinni hefst 5. desember.
- Á próftíma á að vera næði allan sólarhringinn.
- Ekki er heimilt að hafa hjá sér gesti nema með sérstöku leyfi starfsmanns.
- Ekki eru veitt leyfi fyrir næturgestum meðan á próftíma stendur.
- Tónlist og sjónvörp á herbergjum og á setustofu mega alls ekki valda ónæði.
- Seta í anddyri og á göngum skal takmörkuð
Hafið samband við starfsmann í vaktsíma 899-1602 ef þið verðið fyrir ónæði.
Gangi ykkur vel i prófum og verkefnum.
Sýnum öll tillitssemi
Starfsfólk Heimavistar MA og VMA
Jólahlaðborð Heimavistarráðs verður haldið miðvikudagskvöldið 3. desember frá kl. 17.30-19.30. Öllum íbúum heimavistarinnar verður boðið upp á glæsilegan matseðil í skreyttum matsal. Íbúar eru hvattir til að mæta í snyrtilegum klæðnaði enda tilefnið …
Athygli er vakin á að uppsögn á húsaleigusamningi við annarskil hjá bæði MA og VMA íbúum er 30. nóvember n.k.
Gildir aðeins fyrir þá íbúa sem hætta námi um áramót.
Skila þarf skriflegri uppsögn fyrir þann tíma til að komast hjá því að greiða húsaleigu eftir annarskil. Best er að senda tölvupóst.
Þeir íbúar sem hætta námi um annarskil vegna ófullnægjandi námsframvindu þurfa að senda skriflega uppsögn í tölvupósti um leið og niðurstaða annarprófa liggur fyrir. Athugið að við þessar aðstæður er uppsagnarfresturinn einn mánuður eftir annarskil.
Uppsagnir skal senda á netfangið rosa@heimavist.is
Minnum á að hægt að sækja um heimavist fyrir vorönn 2026. Sótt er um á heimasíðunni www.heimavist.is og í kjölfarið verður haft samband við umsækjendur.
Bendum á að þeir sem eru þegar íbúar hjá okkur þurfa ekki að sækja um.
Vinsamlega athugið að sameiginlegt umsóknartímabil framhaldsskóla sem bjóða upp á innritun fyrir nám á vorönn 2026 er dagana 1. nóvember til 1. desember.
Eftir það munum við vinna úr umsóknum um Heimavist.
Á næstu dögum verður rýmiæfing á heimavistinni í samtarfi við starfsmenn frá Eldvarnaeftirliti Slökkviliðs Akureyrar.
Við höldum rýmiæfingu reglulega til að vera eins vel undirbúin og hægt er ef til þess kemur að rýma þurfi húsnæðið vegna raunverulegs bruna.
Það er gerð krafa um að allir íbúar, gestir, starfsmenn og aðrir sem í húsnæðinu eru á tíma æfingar rými húsnæðið líkt og um raunverulegan bruna væri að ræða.
ATH. Breytt tímasetning. Vinna á innra netinu okkar verður á þriðjudaginn 21. október og þann dag verða því truflanir á þjónustunni og jafnvel netsambandslaust við wifi.
Kæru íbúar. Í vetrarfríinu er stefnt á að fara í endurbætur á netinu hjá okkur. Tæknimaður okkar vinnur í þessu mánudaginn 20. október. En það verða óhjákvæmilega einhverjar truflanir á netinu og jafnvel netlaust þann dag, eða hluta úr degi. Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.